Fyrsta stakan af annarri breiðskífu Jón Jónssonar, Heim, sem væntanleg er í verslanir í desember-byrjun 2014. Texta lagsins má finna hér að neðan. www.facebook.com/jonjonssonmusic www.twitter.com/jonjonssonmusic www.instagram.com/jonrjon Lag: Jón Jónsson Texti: Einar Lövdahl Upptökustjórn: Brynjar Ingi Unnsteinsson Hljóðblöndun: Addi 800 Hljómjöfnun: Mandy Parnell Hljóðritað í Hljóðmúla í október 2014 Söngur, kassagítar og raddir: Jón Jónsson Trommur og slagverk: Andri Bjartur Jakobsson Bassi: Brynjar Ingi Unnsteinsson Píanó, orgel og rhodes: Kristján Sturla Bjarnason Rafgítar: Steinþór Guðjónsson Teikning: Heiðdís Helgadóttir Ljósmynd: Baldur Kristjánsson Útgefandi: Sena Texti: Á meðan meðbyr blæs gríptu þá þessa gæs. Á morgun mögulega allt er liðið hjá. Stefnirðu á næsta stig þú þarft að reyna á þig. Þú veist það stoðar lítt að bíða bara og sjá. Svo gefðu allt sem þú átt. Ekkert án erfiðis fæst. Gefðu allt sem þú átt. Þannig markmiðið næst. Gefðu allt sem þú átt. Draumurinn getur ræst. Þér fannst þú fjarri í gær en núna mjakast nær. Á morgun dyrnar munu glennast upp á gátt. Því ef þú gefur allt þú uppskerð þúsundfalt. Sá sigur er sætastur sem þú veist þú skilið átt. Svo gefðu allt sem þú átt ... Áður virtist það vandi. Þú núna færist nær landi og þá er alveg sem það standi skrifað í skýin. Svo gefðu allt sem þú átt...