Reykjavík Art Gallery Reykjavík Art Gallery er sýningar- og sölugallerí fyrir starfandi myndlistarmenn. Sýningarsalir á Skúlagötu 28, þar sem áður var Kexverksmiðjan Frón, voru opnaðir 14. mars 2008. Galleríið stækkaði sýningarrými sitt 6. júní 2008 þegar innréttaðir voru sýningarsalir að Skúlagötu 30. Reykjavík Art Gallery sýnir myndlistarverk þeirra myndlistamanna sem það vinnur fyrir í 9 sýningarrýmum. Galleríið hefur staðið fyrir fjölda einka- og samsýninga í sölum sínum. Reykjavík Art Gallerý hefur það að markmiði að kynna íslenska myndlist á innlendum sem erlendum vettvangi. Verið velkomin á Skúlagötu 30, því sjón er sögu ríkari.