Þjóðmenningarhúsið

submitted by Icetimes on 09/22/14 1

Þjóðmenningarhúsið er vettvangur fyrir íslenskan þjóðararf í hnotskurn. Starfsemin felst einkum í fjölbreyttu sýningahaldi. Gerðir eru samningar við viðkomandi aðila, svo sem höfuðsöfn og aðrar stofnanir um sýningahald til langs eða skamms tíma. Þjóðmenningarhúsið er þannig m.a. sameiginlegur vettvangur íslenskra þjóðmenningarstofnana með vönduðum sýningum á úrvali merkra þjóðargersema. Aðstaða er fyrir fundi, samkomur, listviðburði, opinberar athafnir og aðra viðburði. Leitast er við að sýningahald taki mið af stefnum og straumum í þjóðfélaginu og kynni fjölbreytta menningu í nútíð og þátíð. Þjóðmenningarhúsið er friðað hús og tekur notkun þess mið af friðun þess og sögulegu verðmæti. Umgjörð sýninganna í Þjóðmenningarhúsinu er húsið sjálft, vitnisburður byggingalistasögu þjóðarinnar. Mikilvægt er því að sýningahald taki mið af forsendum hússins þannig að húsið njóti sín sem best. Fjölmargar sýningar hafa verið haldnar frá því að húsið fékk nýtt hlutverk árið 2000, oft í samvinnu við ýmsa aðila eða stofnanir. Veigamesta sýning í Þjóðmenningarhúsinu er Handritin, sýning Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar getur að líta mörg hinna merkustu handrita í eigu þjóðarinnar. Jafnframt hafa ýmsir viðburðir verið haldnir bæði í bókasal og öðru rými hússins. Efnt hefur verið til málþinga, upplestra úr bókmenntum og tónleika svo að dæmi séu tekin. Veitt er fræðsla og leiðsögn, jafnt fyrir almenna hópa sem skólahópa, um sýningar í Þjóðmenningarhúsinu. Leiðsögn um sýningar felur jafnframt í sér stutta kynningu á húsinu sjálfu og sögu þess. Leiðsögn er veitt á íslensku, ensku og dönsku. Föst leiðsögn er á ensku fyrir ferðamenn fjórum sinnum á viku yfir sumartímann og tvisvar í viku yfir vetrartímann.

Leave a comment

Be the first to comment

Collections with this video
Email
Message
×
Embed video on a website or blog
Width
px
Height
px
×
Join Huzzaz
Start collecting all your favorite videos
×
Log in
Join Huzzaz

facebook login
×
Retrieve username and password
Name
Enter your email address to retrieve your username and password
(Check your spam folder if you don't find it in your inbox)

×