Iðnaðamannafélag Reykjavíkur- Jón Ólafsson formaður

submitted by Icetimes on 09/22/14 1

Samstaðan er okkar styrkur, segir Jón Ólafur Ólafsson formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík Það er líklega ekki á allra vitorði að á höfuðborgarsvæðinu er starfandi félag sem heitir Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Það á sér býsna langa og merkilega sögu; var stofnað 3. febrúar 1867 og reyndar á ekkert félag á Íslandi sér lengri samfellda sögu. Áður fyrr voru iðnaðarmannafélög víðar um landið en þau hafa öll lagt upp laupana nema Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Formaður þess er Jón Ólafur Ólafsson sem er menntaður húsamálari og arkitekt. Við mæltum okkur mót í gamla Iðnskólahúsinu í Lækjargötu 14 en þar á félagið stórt og einstakt rými sem nefnt er Baðstofa iðnaðarmanna. Ég bað Jón Ólaf fyrst um að segja mér frá húsinu og þessari sérstöku vistarveru. Húsið var reist af reykvískum iðnaðarmönnum í upphafi síðustu aldar, segir Jón Ólafur, og hér hófst skipulagt iðnnám sem var síðan flutt í Iðnskólann á Skólavörðuholti á 6. áratugnum. Í dag þekkja fleiri húsið sem hús dómkirkjusafnaðarins en Iðnaðarmannafélagið á enn Baðstofuna sem var hönnuð í þjóðlegum stíl árið 1926 og er meðal annars notuð fyrir fundi félagsins. Ég tek eftir útskornum drekasúlum og kyndlum í Baðstofunni. Einnig kvæðisbrotum með höfðaletri sem Jón Ólafur segir að hafi upphaflega verið handverk og hönnun Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara. Reyndar stórskemmdist húsið í eldi árið 1986, segir hann, þar á meðal Baðstofan en hún var öll endurbyggð.

Leave a comment

Be the first to comment

Collections with this video
Email
Message
×
Embed video on a website or blog
Width
px
Height
px
×
Join Huzzaz
Start collecting all your favorite videos
×
Log in
Join Huzzaz

facebook login
×
Retrieve username and password
Name
Enter your email address to retrieve your username and password
(Check your spam folder if you don't find it in your inbox)

×