Listasafn Íslands

submitted by Icetimes on 09/22/14 1

Listasafn Íslands var stofnað í október 1884 í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnarsyni, síðar sýslumanni. Stofn safnsins voru gjafir listamanna, einkum danskra. Listasafnið var sjálfstæð stofnun frá 1884 til 1916 er Alþingi ákvað að gera það að deild í Þjóðminjasafni Íslands. Með lögum um Menntamálaráð 1928 var safnið síðan sett beint undir stjórn ráðsins. Verk safnsins voru til sýnis í Alþingishúsinu frá 1885 til 1950 þegar það fluttist í safnahúsið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafni Íslands. Listasafnið var formlega opnað þar 1951 og hlaut fullt sjálfstæði að lögum árið 1961. Árið 1987 fluttist safnið að Fríkirkjuvegi 7. Aðalbyggingin var reist sem íshús árið 1916 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar en nýbyggingin er verk Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, s.s. Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle. Listasafn Íslands heldur að staðaldri fjölbreyttar sýningar sem endurspegla listaverkaeign þess. Auk þess efnir það árlega til víðtækra sérsýninga á verkum íslenskra sem erlendra listamanna. Í tengslum við þær eru gefin út ítarleg og vönduð rit. Í safnbyggingunum að Fríkirkjuvegi 7 eru nokkrir sýningarsalir á þremur hæðum, safnbúð og kaffistofa. Í skrifstofubyggingunni að Laufásvegi 12 er sérfræðibókasafn með heimilda- og ljósmyndasafni og forvörsludeild.

Leave a comment

Be the first to comment

Collections with this video
Email
Message
×
Embed video on a website or blog
Width
px
Height
px
×
Join Huzzaz
Start collecting all your favorite videos
×
Log in
Join Huzzaz

facebook login
×
Retrieve username and password
Name
Enter your email address to retrieve your username and password
(Check your spam folder if you don't find it in your inbox)

×