ÁRATUGUR AF TÍSKU - 10 ára afmælissýning Fatahönnunarfélags Íslands

submitted by Icetimes on 09/22/14 1

08.10. - 13.11.2011 Fatahönnunarfélag Íslands í samstarfi við Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn opnar afmælissýningu félagsins, Áratugur af tísku þann 8. október. Fatahönnunarfélag Íslands var stofnað þann 19. september 2001 og fagnar því 10 ára afmæli á þessum fallegu haustdögum. Þetta eru merkileg tímamót hjá þessu unga félagi enda hefur vöxtur fatahönnunar hérlendis verið með eindæmum á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar. Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður. Sýn hennar einkennist af skemmtilegri, sjónrænni og einfaldri frásögn þar sem fatnaður og fylgihlutir fá að njóta sín. Þátttakendur í sýningunni eru Áróra, Ásta Creative Clothes, Farmers Market, Birna, Lúka Art & Design, Skaparinn, Shadow Creatures, ELM, Kurl Projekt, Eva María Árnadóttir, Eygló, Go with Jan, MUNDI, Gust, Guðmundur Jörundsson, Andersen & Lauth, Hanna Felting, Ziska, Ígló, KronKron, IBA-The Indian in Me, Jbj design, Kalda, REY, Forynja, Lykkjufall, Sonja Bent, Path of Love, Sunbird, Thelma, Spaksmannsspjarir, Eight of Hearts, Vera, Sruli Recht. Viðburðir verða allar helgar meðan á sýningunni stendur. Boðið verður upp á leiðsögn, sýningastjóraspjall og fyrirlestra. Einnig verður í boði stefnumót við hönnuði, þar sem almenningi gefst kostur á að hitta hönnuðinn, spjalla og fá innsýn í hans/hennar heim og fræðast um fatnaðinn. Nánari upplýsingar er að finna á www.gerdarsafn.is .

Leave a comment

Be the first to comment

Collections with this video
Email
Message
×
Embed video on a website or blog
Width
px
Height
px
×
Join Huzzaz
Start collecting all your favorite videos
×
Log in
Join Huzzaz

facebook login
×
Retrieve username and password
Name
Enter your email address to retrieve your username and password
(Check your spam folder if you don't find it in your inbox)

×